top of page

Um Okkur

Aqua.is sérhæfir sig í lausnum fyrir fiskeldisiðnaðinn.

 

Við búum yfir mikilli sérþekkingu í sölu og þjónustu fiskeldisvara og höfum orðið mikilvægur stuðningsaðili við fiskeldi á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað um mitt ár 2018, undir nafninu Eldisvörur, af teymi sérfræðinga sem allir tengdust fiskeldi með einum eða öðrum hætti.


Markmiðið var að skapa sölu og þjónustufyrirtæki til að styðja við ört vaxandi fiskeldisiðnað, þar sem sterk tengsl og þekking yrðu undirstaða starfseminnar. Í takt við vöxt iðnaðarins hefur fyrirtækið stækkað með árunum með auknu vöruúrvali og þjónustu.

 

Í september 2024 var Aqua.is keypt af NP Innovation sem Aqua.is hefur verið umboðsaðili fyrir síðustu ár og hefur haft umtalsverða starfsemi á Íslandi. Kaupin miðuðu að því að styrkja þjónustugetu fyrirtækisins og auka starfsemi þess á íslenskum fiskeldismarkaði. Aqua.is teymið heldur áfram að starfa í takt við fyrri uppbyggingu og nú styrkt af úrræðum og reynslu NP Innovation.

Sölvi S. Snæfeld
Kjartan Már Másson
  • LinkedIn

©NP Innovation

bottom of page